SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
2024 / 11.05 - 01.06
Sigurgeir Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 1948. Hann lærði ljósmyndun árin 1965-1969 og var síðan við framhaldsnám í ljósmyndaskóla Christer Strömholm í Stokkhólmi 1970-1971 og í San Diego, Kaliforníu, 1980-1981.
Sigurgeir Sigurjónsson er einn frægasti og virtasti ljósmyndari Íslands með margar bækur að baki, svo sem Lost in Iceland, Iceland Small World og Planet Iceland. Hann og eiginkona hans, Helga Gísladóttir, hafa ferðast um Ísland í mörg ár og tekið ljósmyndir.
ÓLÖF BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
2024 / 20.04 - 04.05
Ólöf Björg Björnsdóttir er fædd árið 1973 í Reykjavík, hún býr og starfar í gömlu Álafossverksmiðjunni í Mosfellsbæ. Hún útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands árið 2001 en var jafnframt í læri hjá kóreskum meistara auk þess að stunda nám við Listaháskólann í Granada á Spáni. Eins er hún kennari að mennt, lagði auk þess stund á heimspekinám við Háskóla Íslands og hefur sótt „shamanísk“ námskeið hjá suðuramerískum og nepölskum seiðmönnum. Ólöf hefur haldið fjölda sýninga á ferli sínum.
GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR
2024 / 09.03 - 13.04
Gabríela Friðriksdóttir (1971) vinnur gjarnan þvert á listform inn í innsetningar, þar sem óhefðbundinn efniviður sameinast listmiðlum eins og teikningum, málverki, skúlptúr og hreyfimyndum. Í verkunum birtast jafnan súrreal-ískir smáheimar í einstöku myndmáli á mörkum náttúru og draumkenndrar fantasíu í stöðugum umskiptum, með vísanir í táknfræði og andleg kerfi sem framsett eru í hennar eigin goðafræði.
HALLDÓR RAGNARSSON
2024 / 03.02 - 02.03
Halldór (f. 1981) býr og starfar í Reykjavík. Hann vinnur aðallega með málverk sem miðil og notar oft texta í verkum sínum þar sem setningar eða orð endurtaka sig.
Halldór Ragnarsson (f. 1981) lauk B.A. gráðu (2007) og M.A. gráðu (2014) frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands eftir að hafa numið heimspeki og kennslufræði áður við Háskóla Íslands. Halldór á 13 einkasýningar að baki ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga; bæði hér og erlendis.
HERDÍS HLÍF ÞORVALDSDÓTTIR
2024 / 06.01 - 27.01
Herdís vinnur fyrst og fremst með klassískt endurreisnarkennt olíumálverk með áherslu á klassískt handbragð og tilvísanir í lista- og menningarsöguna. Verk hennar eru oft angurvær, draumkennd, berskjaldandi og tilfinningaþrungin. Myndmáli liggur á mörkum tímaleysis en eru gjarnan krydduð með smáatriðum sem gefa vísbendingar um líðandi stund.
SIGURÐUR SÆVAR MAGNÚSARSON
2023 / 18.11 - 15.12
Sigurður Sævar útskrifaðist frá Konunglegu listaakademíunni í Haag í Hollandi, sl sumar. Í framhaldi af útskriftarsýningunni voru verk hans valin á samsýningu í Ron Mandis galleríinu í Amsterdam á sýninguna Best of Graduates 2023.
Á sýningunni hans Millilending, má upplifa verk Sigurðar frá útskriftarsýningunni fyrr í sumar og einnig ný verk sem hann vann sérstaklega fyrir sýninguna í Portfolio gallerí.
ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR
2023 / 14.10 - 04.11
Erla Þórarinsdóttir er fædd í Reykjavík 1955. Hún nam við Konstfack Listaháskólann
í Stokkhólmi og Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam. Erla hefur starfað á Norðurlöndunum, í New York um tíma og einnig dvalið í Kína. Hún á að baki fjölda einkasýninga og samsýninga á Íslandi og erlendis. Verk eftir Erlu eru í eigu helstu safna landsins. Hún hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir verkin sín, m.a. unnið samkeppni fyrir Ráðhús Reykjavíkur og hefur tvisvar hlotið styrki úr sjóði Pollock-Krasner Foundation í Bandaríkjunum
ÝMIR GRÖNVOLD
2023 / 12.08 - 03.09
Ýmir Grönvold (1994) býr og starfar í
Reykjavík. Hann útskrifaðist af myndlistar-
deild listaháskóla íslands 2018, ásamt því að hafa sótt skiptinám við málaradeild í konunglegu akademíunni í Den Haag.
SIRRA SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
2023 / 09.09 - 01.10
Sirra Sigrún Sigurðardóttir lauk BA námi frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og MA í Art Practice frá School of Visual Arts í New York árið 2013. Verk Sirru eru kosmísk í eðli sínu og tengjast gjarnan inn á vangaveltur um stöðu okkar inni í gangverki náttúrunnar, eðlisfræðinnar og þeirra afla sem halda heiminum gangandi.
GEIRÞRÚÐUR EINARSDÓTTIR
2023 / 08.07 - 39.07
Geirþrúður Einarsdóttir (f. 1989) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2016. Haustið eftir útskrift var hún starfsnemi hjá listamannarekna rýminu A-Dash í Aþenu.
Í dag býr hún og starfar í Reykjavík. Geirþrúður hefur að undanförnu unnið að gerð lágmynda úr máluðum hörstriga.
Verkin sækja innblástur til landslags og loftmynda af óræðum stöðum. Þau byggjast upp í lögum og línum og hafa sterka tengin
ARNGUNNUR ÝR
2023 / 03.06 - 25.06
Arngunnur Ýr hefur um árabil haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og víða erlendis. Hún er með BFA gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute, MFA frá Mills College, CA, og lærði einnig við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og MFA nám við Gerrit Rietveldt Academie í Amsterdam.
FRITZ HENDRIK IV
2023 / 06.05 - 28.05
Fritz Hendrik IV (f. 1993) er íslenskur myndlistamaður sem að býr og starfar í Reykjavík. Í myndlist sinni fjallar hann m.a. um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu.
EGILL LOGI JÓNASSON
2023 / 13.04 - 29.04
Egill Logi Jónasson útskrifaðist með diplóma úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2012 og útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu árið 2016.
Hann nýtir sér fjölbreytta miðla í listsköpun sinni svo sem málverk og tónlist. Hann er einnig þekktur sem hliðarsjálfið „Drengurinn fengurinn”
ANNA HALLIN & OLGA BERGMANN
2023 / 04.03 - 26.03
Myndlistarkonurnar Anna Hallin og Olga Bergmann búa og starfa í Reykjavík.
Anna fæddist árið 1965 í Olofström í Svíþjóð og Olga fæddist í Reykjavík árið 1967.
Olga útskrifaðist með MFA frá California College of Arts and Crafts árið 1995 og Anna útskrifaðist árið 1996 með MFA frá Mills College í Kaliforní
KRISTINN MÁR PÁLMASON
2023 / 04.02 - 26.02
Kristinn Már Pálmason er fæddur í Keflavík 1967, býr og starfar í Reykjavík og hefur einnig búið, unnið að myndlist og haldið sýningar í Vínarborg. Kristinn Már á að baki yfir 20 einkasýningar auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis.
BJARNI SIGURBJÖRNSSON
2023 / 07.01 - 28.01
Bjarni hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis í rúma þrjá áratugi.
Bjarni stúderaði í skólanum SanFrancisco Art Institute árin 1990- 1996 þar sem hann lauk bæði BFA og MFA námi í myndlist með áherslu á málverk.
JÓN LAXDAL
2022 / 12.11 - 03.06
Leið Jóns Laxdal að myndlistinni lá í gegnum skáldskap og heimspeki sem hann lagði sig helst eftir á áttunda áratugnum. Hann fann þó fljótlega að hann átti samleið með þeim sem vildu brjóta niður múrana milli tungumáls og myndlistar, og milli túlkunar og sköpunar.
ERLA S. HARALDSDÓTTIR
2022 / 15.10 - 05.11
Erla S. Haraldsdóttir notar málverk, teikningar, prentverk og klippimyndir sem miðil til þess að vinna með menningarleg tákn og finna þeim stað í áleitnum og narratívum myndum. Hún er menntuð í málaralist og með fjölbreyttan bakgrunn í gjörningalist og vídeóverkum, en einbeitir sér nú að fígúratívum málverkum.
ERNA MIST
2022 / 10.09 - 01.10
Erna Mist (f. 1998 í Reykjavík) er listmálari og pistlahöfundur sem málar á striga og skrifar í blöð. Þrátt fyrir ungan aldur hafa verk hennar staðið til sýnis í London, Mílanó og Reykjavík og selst til sautján landa í þremur heimsálfum. Erna býr bæði í Reykjavík og London en stefnir á útskrift úr The Slade School of Fine Art vorið 2023. Næturveröld er hennar fyrsta einkasýning á Íslandi.
BRAGI ÁSGEIRSSON
2022 / 11.08 - 03.09
Bragi Ásgeirsson (fæddur 28.maí 1931, dáinn 25. mars 2016) var grafíklistamaður, listmálari og myndlistakennari. Þar að auki var hann um árabil gagnrýnandi á Morgunblaðinu. Bragi fékk riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2001 fyrir „störf í þágu lista og menningar.“
JAKOB VEIGAR SIGURÐSSON
2022 / 02.07 - 06.08
Jakob Veigar útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu árið 2016 og úr Vienna Academy of Fine Arts með MA gráðu árið 2019. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og sett upp einkasýningar um allan heim.
HÚBERT NÓI JÓHANNESSON
2022 / 14.05 - 11.06
Húbert Nói Jóhannesson útskrifaðist frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987, hann nam raunvísindi við Háskóla Íslands og vann á námsárum sínum við jarðfræði-rannsóknir á hálendi Íslands og víða má greina merki þess í verkum hans.
HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON
2022 / 12.02 - 05.03
Það vantar ekki nema þrjú ár í hálfa öld síðan Helgi Þorgils Friðjónsson hélt sína fyrstu einkasýningu og ári seinna, 1976, hafði hann lokið námi við Myndlista- og handíðaskólann og haldið Hl Hollands í framhalds-nám við De Vrije Academie í Haag.
AUÐUR ÓMARSDÓTTIR
2022 / 01.11 - 03.12
Auður Ómarsdóttir (f.1988) vinnur myndlist sína í blönduðum miðlum en einna helst í málverki, skúlptúr, ljósmyndun og teikningu. Líkamleiki og eftirtektar-semi spila stóra rullu í sköpunar-ferli hennar. Innblásturinn kemur jafnan frá persónulegum atburðum, þáttum í nærumhverfi eða af internetinu sem Auður yfirfærir í myndrænt tungumál sitt.
ÁRNI PÁLL
2022 / 13.10 - 28.10
Árni Páll Jóhannsson ólst upp í Stykkishólmi og áður en hann flutti til Reykjavíkur hafði hann farið í námsferð til Englands. Þar komst hann fyrst í kynni við þá nýju strauma í myndlist sem áttu eftir að móta hans eigin listsköpun: Ég fór til Englands frá Stykkishólmi og meðan ég var þar slysaðist ég á sýningu þar sem ég sá verk sem kveiktu í mér.
SIGGA BJÖRG
2021 /
Sigga Björg Sigurðardóttir (f. 1986) er listamaður búsett í Reykjavík. Sigga Björg lauk MFA gráðu frá Glasgow School of Art 2004, og hefur síðan sýnt verk sín víða um heim.
GOTTI BERNHÖFT
2021 /
Gotti varð frægur á sínum tíma þegar hann hannaði plötuumslag fyrir hljómsveitina Sigur Rós. Síðan þá hafa fjölmargir einstaklingar í heiminum látið húðflúra verkið á sig.
MIREYA SAMPER
2021 /
Mireya Samper lærði myndlist í Mynd-og Handíðaskóla Íslands sem og í listaháskólanum í Marseille, Frakklandi, hvar hún tók bæði BA próf og meistaragráðu. Hún hefur sýnt skúlptúra, innsetningar, málverk og útilistaverk um heim allan, meðal annars í Frakklandi, Japan, Indlandi og Íslandi.