top of page

Húbert Nói Jóhannesson

Húbert Nói Jóhannesson útskrifaðist frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987, hann nam raunvísindi við Háskóla Íslands og vann á námsárum sínum við jarðfræðirannsóknir á hálendi Íslands og víða má greina merki þess í verkum hans. Staðsetningar hafa verið meginviðfangsefni hans megnið af ferli hans. Í verkum Húberts Nóa er skoðuð hin tvöfalda rýmisskynjun sem manneskjan býr yfir að geta verið á einum stað hér og nú en á sama tima annarstaðar í huganum. Þennan eiginleika áréttar hann með því að mála verk ætíð eftir minni og skissum

Hubert.png
bottom of page