6. JAN / HERDÍS HLÍF ÞORVALDSDÓTTIR
Herdís Hlíf (f. 1999) útskrifaðist frá myndlistardeild Listahaskóla Íslands árið 2023. Herdís vinnur fyrst og fremst með klassískt endurreisnarkennt olíumálverk með áherslu á klassískt handbragð og tilvísanir í lista- og menningarsöguna. Verk hennar eru oft angurvær, draumkennd, berskjaldandi og tilfinningaþrungin. Myndmáli liggur á mörkum tímaleysis en eru gjarnan krydduð með smáatriðum sem gefa vísbendingar um líðandi stund.
3. FEBRÚAR / HALLDÓR RAGNARSSON
Halldór (f. 1981) býr og starfar í Reykjavík. Hann vinnur aðallega með málverk sem miðil og notar oft texta í verkum sínum þar sem setningar eða orð endurtaka sig.
Halldór Ragnarsson (f. 1981) lauk B.A. gráðu (2007) og M.A. gráðu (2014) frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands eftir að hafa numið heimspeki og kennslufræði áður við Háskóla Íslands. Halldór á 13 einkasýningar að baki ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga; bæði hér og erlendis.
9. MARS / GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR
Gabríela Friðriksdóttir (f. 1971) útskrifaðist af skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1997 og stundaði nám í AVU í Prag. Hún hefur haldið fjölda sýninga um allan heim, bæði ein og með öðrum og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2005.
11. MAÍ / SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
Sigurgeir Sigurjónsson was born in Reykjavík 1948. After studying photography in Iceland in 1965-69, he went abroad for further study at the Christer Strömholm school of photography in Stockholm in 1970-71 and in San Diego, California in 1980-84.
6. JULI / SIGTHORA ODINS
Sigthora Odins (f. 1981) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og lauk diplómanámi í leirlist frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2012. Sigþóra hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis, meðal annars í samstarfi við listahópinn “ Computer Spirit“ á árunum 2016 - 2018 í Noregi og Eistlandi. Hún hefur haldið tvær einkasýningar á verkum sínum á Íslandi og Danmörku og hefur hlotið viðurkenningu fyrir verk sín í Hollandi.
3. ÁGÚST/ EGILL LOGI JÓNASSON
Egill Logi Jónasson útskrifaðist með diplóma úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2012 og útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu árið 2016.
Hann nýtir sér fjölbreytta miðla í listsköpun sinni svo sem málverk og tónlist. Hann er einnig þekktur sem hliðarsjálfið „Drengurinn fengurinn”
31. ÁGÚST / MIREYA SAMPER
Mireya Samper lærði myndlist í Mynd-og Handíðaskóla Íslands sem og í listaháskólanum í Marseille, Frakklandi, hvar hún tók bæði BA próf og meistaragráðu. Hún hefur sýnt skúlptúra, innsetningar, málverk og útilistaverk um heim allan, meðal annars í Frakklandi, Japan, Indlandi og Íslandi. Hún hefur einnig unnið við kvikmyndagerð, heimildamyndagerð og sjónvarpsmyndir. Mireya stofnaði og stjórnar listahátíðinni Fresh Winds Art Festival sem á sér stað í Suðurnesjabæ annað hvert ár og hlaut Eyrarrósina árið 2018. Nýverið var Mireya heiðruð af Menntamálaráðherra Frakklands með æðstu orðu frakka á sviði lista og bókmennta L’ordre des Arts et des Lettres.
26. SEPTEMBER/ ÞORSTEINN EYFJÖRÐ OG KRISTINN MÁR PÁLMASON
Tvær sýningar
Kristinn Már Pálmason er fæddur í Keflavík 1967, býr og starfar í Reykjavík og hefur einnig búið, unnið að myndlist og haldið sýningar í Vínarborg. Kristinn Már á að baki yfir 20 einkasýningar auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis.
12. OKTÓBER/ ÓLÖF NORDAL
Ólöf Nordal (f. 1961) hefur í verkum sínum unnið með menningararfinn, söguna og minni þjóðarinnar á gagnrýninn og greinandi hátt. Listrannsóknir hennar beinast að sjálfsmynd þjóðar á eftir-nýlendutímum, uppruna og endurspeglun þjóðsagnaminna í samtímanum og brotinu sem spegli inn í fortíðina. Hún hefur um langt skeið unnið með fugla í verkum sínum sem oft eiga rætur í þjóðtrú, ímyndarsköpun og menningu samtímans. Verk hennar halda áfram að kanna þjóðsögulegar hefðir um íslenska náttúru sem og þær aðferðir vísindanna sem leitast við að varðveita og sýna náttúruna, en gera hana að viðfangsefni skáldskapar í leiðinni.
9. NÓVEMBER/ KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR
Kristín Gunnlaugsdóttir (f. 1963) hóf snemma myndlistarnám í Myndlistaskólanum á Akureyri eða 1975 með námskeiðum og lauk þaðan fornámi 1986. Hún lauk útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskólanum 1987. Á árunum 1987 – 1988 dvaldi hún í klaustri í Róm og lærði þar íkonagerð og málun. Árið 1995 útskrifaðist hún með láði frá Accademia di belle Arti í Flórens. Í myndlist sinni vinnur Kristín aðallega málverk, veggteppi með útsaumi, teikningar, eggtemperur með blaðgulli og vatnslitamyndir. Kristín hefur haldið fljölda einkasýninga og tekið þátt í listviðburðum heima sem erlendis. Hún hefur einnig kennt myndlist við Myndlistaskólann í Reykjavík, Listaháskólann og Einar Granum Kunstskola Oslo. Kristínu var veitt íslenska fálkaorðan fyrir framlag sitt til myndlistar 2018.