top of page

Auður Ómarsdóttir

Auður Ómarsdóttir (f.1988) vinnur myndlist sína í blönduðum miðlum en einna helst í málverki, skúlptúr, ljósmyndun og teikningu. Líkamleiki og eftirtektarsemi spila stóra rullu í sköpunar-ferli hennar. Innblásturinn kemur jafnan frá persónulegum atburðum, þáttum í nærumhverfi eða af internetinu sem Auður yfirfærir í myndrænt tungumál sitt. Verk Auðar fjalla jafnan um þá tilraun til þess að knúa fram harmóníu í andstæðum. Hún álítur þversögnina frumafl í vinnuferli sínu, en hún upplifir veröldina þversagnakennda og tilviljanakennda sem endurspeglast í verkum Auðar. Hún vinnur meðvitað þvert á stíla, vísar í listasöguna sem og meginstrauminn. Auður hlaut BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og MA gráðu frá Listaháskólanum í Bergen 2021. Auður var tilnefnd til hvatningarverðlauna Myndlistarverðlauna Íslands 2018 og situr í stjórn Nýlistasafnsins. 

Screenshot 2022-05-28 at 12.20.11.png
bottom of page