Erla Þórarinsdóttir
Erla Þórarinsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1955. Hún ólst upp á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. Erla stundaði nám við Konstfack lista- og hönnunarháskólann í Stokkhólmi á árunum 1976 – 1981, með viðkomu í Gerrit Rietweld Akademie sem gestanemi í eina önn árið 1981. Hún byrjaði sinn feril í Stokkhólmi þar sem hún starfaði við myndlist, hönnun og gallerírekstur. Leiðin lá svo til New York þar sem hún bjó í rúmt ár, en 1985 flutti hún til Íslands og hefur haft aðsetur þar síðan. Erla var í stjórn Nýlistasafnsins á árunum 1988 – 1989. Hún var í stjórn Norræna Myndlistabandalagsins á árunum 1993 – 1995. Á þeim tíma unnu þau að 50 ára afmæli bandalagsins og stóðu fyrir sýningu sem hét „Brunnar“ sem var sýnd í Norræna húsinu.
Árið 2002 var Erla tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir myndlist.
