Bjarni Sigurbjörnsson
Bjarni hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis í rúma þrjá áratugi. Bjarni stúderaði í skólanum SanFrancisco Art Institute árin 1990- 1996 þar sem hann lauk bæði BFA og MFA námi í myndlist með áherslu á málverk. Auk þess hefur Bjarni kennt við alla helstu Listaskóla landsins og staðið fyrir námskeiðahaldi á eigin vegum um árabil. Einnig hefur hann verið í hinum ýmsu nefndum og stjórnum í tengslum við myndlist síðustu áratugi.
Bjarni Sigurbjörnsson flutti fyrr á þessu ári (2022) útá Snæfellsnes og býr þar ásamt eiginkonu sinni Ragnheiði Guðmundsdóttur í ný uppgerðu húsi sem þau kalla Himinbjörg. Umhverfið þarna úti á hjara veraldar hefur haft talsverð áhrif á verk hans, sem undirstrikar trú hans á það sem mestu máli skiptir sem er að lifa heiminn þannig að listsköpun spretti fram útfrá þeirri lifun.