top of page

Portfolio gallerí er sýningarstaður sem leggur áherslu á fjölbreytta og ögrandi myndlist. Galleríið er með listamenn á sínum snærum sem eru í sterkum tengslum við þau viðfangsefni sem eru í deiglu samtímalistarinnar. Á það við bæði þá eldri listamenn sem þar eru og þá yngri sem eru að byrja að brjóta sér leið inná vettvang Íslenskrar myndlistar. Portfolío gallerí fer þvert á gömul viðmið, stefnu og strauma. Þar af leiðandi verður til ólgandi suðupottur þeirra ólíku hugmynda og aðferða sem einkennir list samtímans og oft er lagt að jöfnu við það sem er kallað postmodernismi. Hér er opin hugsun höfð að leiðarljósi fyrir öllum þeim ófyrirséðu möguleikum sem frjáls en sjálfsgagnrýnin myndlist hefur uppá að bjóða hvort heldur þar séu gamlar aðferðir notaðar á meðvitaðan hátt með öllum sínum skýrskotunum og tilvísunum eða nýjungin sé í fyrirrúmi með löngun sinni fyrir uppbrot eða jafnvel eyðingu hefðarinnar og þess gildismats sem hún hefur. Einstaklega ferskur blær svífur yfir vötnum í Portfolío gallerí, þar er ávallt eitthvað áhugvert á boðstólnum fyrir listunnendur skemmtilegrar og krefjandi myndlistar.

bottom of page