Ólöf Nordal (1961) hefur í verkum sínum unnið með menningararfinn, söguna og minni þjóðarinnar á gagnrýninn og greinandi hátt. Listrannsóknir hennar beinast að sjálfsmynd þjóðar á eftir-nýlendutímum, uppruna og endurspeglun þjóðsagnaminna í samtímanum og brotinu sem spegli inn í fortíðina. Ólöf nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk meistaraprófum frá Cranbrook Academy of Art í Michigan og frá höggmyndadeild Yale háskólans í Connecticut, BNA.
Mennska
Á móti mér tekur hópur af bronsskúlptúrum sem Ólöf Nordal hefur dreift um gólfið á vinnustofu sinni. Skúlptúrarnir eru misstórir og hafa allir tekið á sig myndir af fígúrum. Við fyrstu sýn virðast fígúrurnar áþekkar, enda allar af sömu tegund bronsskúlptúra, en hafa þegar betur er að gáð hver sín sérkenni. Þegar hverri og einni er veitt nánari athygli koma í ljós einstaklingseinkenni.
LESA MEIRA