top of page
IMG_5905_edited.jpg

Mireya Samper
BLÓMFALL

14. september - 05. október 

Myndlist Mireyar Samper hefur alla tíð einkennst af áherslu á efnið sem hún vinnur í, eiginleika þess og möguleika, eðli litarefna og pensla, pappírs, steina og málma. Formin og myndirnar sækir hún sömuleiðis til efnis og náttúru. Á þessari sýningu er gróður jarðar mest áberandi en úrvinnslan mun koma gestum á óvart. Mireya hefur farið víða, lært á Íslandi, í Frakklandi og á Ítalíu, búið og ferðast um Indland, Japan, Kína, Indónesíu og víðar, en sýnt verk sín í enn fleiri löndum. Alls staðar hefur hún drukkið í sig menningu og sérstaklega handverk, aðferðir og tækni listamanna, t.d. í Japan, en verkin eiga alls staðar heima. Sprottin af iðni og þrotlausri forvitni.

Fyrir nánari upplýsingar um einstök verk, hafið samband í síma 895-5556 / 822-1929

eða sendið póst á galleri@portfolio.is

Takk fyrir, við höfum samband fljótlega

bottom of page