top of page
Kristín Gunnlaugs.jpg
Kristín Gunnlaugs.jpg

KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR
KVEÐJA

16.nóvember - 07. desember 

Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd á Akureyri 1963. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og Handíðaskóla Íslands frá 1984-87, lærði íkonagerð í klaustri í Róm á Ítalíu 1987-88 og útskrifaðist frá Accademia di belle Arti í Flórens 1988-94. 

Kristín hefur eingöngu starfað við myndlist, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, heima og erlendis.

Verk hennar eru fjölþætt í tækni en byggja á klassískri hefð málaralistarinnar. Hún vinnur með teikningu, málun á pappír og striga, eggtemperu á tré með blaðgulli og saumuð verk á striga. 

Verk Kristínar eru í eigu helstu opinberra safna landsins, ásamt fjölda fyrirtækja og einkaaðila. Kristín hefur einnig verið stundakennari við Myndlistaskólann í Reykjavík og  Listaháskóla Íslands frá 2016. Hún hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína og var veitt fálkaorðan árið 2018 fyrir framlag sitt til myndlistar.

Fyrir nánari upplýsingar um einstök verk, hafið samband í síma 895-5556 / 822-1929

eða sendið póst á galleri@portfolio.is

Takk fyrir, við höfum samband fljótlega

bottom of page